Sveitarstjórn Rangárþings eystra tók fyrirhugaðar breytingar á embættum sýslumanna og lögreglustjóra fyrir á síðasta sveitarstjórnarfundi sínum, fimmtudaginn 13. febrúar. Eftirfarandi bókun var gerð:


Sveitarstjórn telur fyrirhugaðar breytingar á embættum sýslumanna og lögreglustjóra framfaraskref og fagnar sérstaklega boðuðum hugmyndum um tilflutning verkefna úr ráðuneytum til stofnana á landsbyggðinni með tilheyrandi fjölgun starfa. 
Einnig er minnt á sérstöðu svæðisins með tilliti til náttúruvár og þá miklu reynslu og sérþekkingu sem til staðar er í almannavörnum á svæðinu
.