Sveitarstjórn Rangárþings eystra boðar til fundar á Goðalandi í Fljótshlíð fimmtudaginn 10. nóvember  n.k. kl. 20.30.

Á fundinum verður rætt um hugmyndir um heitavatnsrannsóknir í sveitarfélaginu. Á fundinn mætir Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur og sérfræðingur um orkurannsóknir. Haukur fræðir okkur um hugsanlega möguleika á jarðhita í sveitarfélaginu.

Allt áhugafólk velkomið.

Sveitarstjóri