Ný heimasíða sveitarfélagsins var tekin í notkun um miðjan desember sl. og var hún hönnuð með það í huga að bæta aðgengi íbúa að upplýsingum er varða sveitarfélagið sem og að koma skilmerkilega til skila því sem efst er á baugi hverju sinni.

Enn er verið að vinna við síðuna og má þar m.a. nefna við flokkinn Fundargerðir þar sem margir hafa rekið sig á að ekki er enn auðvelt að finna þá fundargerð er leitað er að. Unnið er hörðum höndum að því að laga þetta til að sem best verði og þökkum við þá þolinmæði sem íbúar hafa sýnt.

Allar ábendingar varðandi nýju heimasíðuna má gjarnan senda á netfangið: arnylara@hvolsvollur.is