Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

Fundagerð 21. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar haldinn í Hvolnum, Pálsstofu, miðvikudaginn 4. nóvember kl: 16:30. 

Mætt: Benedikt Benediktsson formaður, Bjarki Oddsson, Jónas Bergmann, Lárus Viðar Stefánsson, Helga Guðrún Lárusdóttir og Ólafur Örn Oddsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og ritari fundarins.

1.Kosning formanns – Benedikt Benediktsson lætur að störfum sem formaður og Bjarki Oddsson er kosinn formaður.  Bjarka er óskað til hamingju og Benedikt  þakkað fyrir góð störf.  Benedikt yfirgaf fundinn.

2.Ungmennaráð og fundargerð -  Fundargerð, skipan nýs ungmennaráð og breytingar samþykktar. 

3. Félagsmiðstöðin og málefni hennar – Þröstur boðaður sem gestur. Þröstur fór yfir málin: 
a.Örnámskeiðin fyrir 10 – 12 ára voru í sumar, tveir til þrír tímar í senn. Í heildina voru þetta 10 námskeið með mismunandi áherslum.  Foreldrar og heimili hafa verið að kalla eftir einhverju fyrir börnin á þessum aldri. Þessi námskeið voru eftir hádegi milli kl. 13:00-15:00.  
b.Húsnæðið er farið og búið er að samþykkja að kaupa nýtt húsnæði. Félagsmiðstöðin hefur verið í Hvolnum og í skólanum.  Aðsókn hefur heldur minnkað hjá elsta stiginu en aukist mikið á miðstiginu.  Nefndarmenn ræddu mögulega staðsetningu félagsmiðstöðvarinnar og voru skiptar skoðanir um hvar hún ætti að vera. 
c.Tvistráðið eru nú um 16 nemendur í Tvistráði. Formaður Tvistráðs er Kristrún Baldursdóttir.
d.Landsmót Samfés var haldið á Akureyri og fór Þröstur með nokkrar krakka á Akureyri. Mikil ánægja var með Landsmótið.
e.Söngkeppni Tvistsins og Hvolskóla verður 18. nóvember og er hún unnin í samstarfi við skólann.  USSS, undankeppni fyrir Samfés söngkeppnina verður sennilega aðra vikuna í janúar.
f.Stefnt er að því að hafa einn stóran viðburð í hverjum mánuði. Í september voru ,,næturleikar“ í Tumastaðarskógi  og  diskósund næturleikar. Í október var andvökunótt. Krakkarnir af elsta stigi hafa verið að óska eftir því að fá fleiri böll og stefnt er að því að hafa jólaball fyrir þau.  
g.Ungmennahús og ungmennaráð. Ungmennaráð reynir að skipuleggja viðburði fyrir 16+ aldurinn í samvinnu við forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar. 

4.Íþrótta – og æskulýðsfulltrúi segir fer fyrir stöðuna í málaflokknum. 
Verið er að endurskoða verklagsreglur í samfellunni. Þær munu gilda fyrir þjálfara, iðkendur, foreldra og skóla. Einnig er verið að taka saman og finna út aðsókn í samfelluna og hvaða barn er að stunda hvað. Markmiðið með því er að finna þau börn sem eru ekki í neinum íþróttum/tómstundum og finna eitthvað sem hægt er að bjóða þeim upp á. 

Íþróttahúsið hefur hætt sölu á sælgæti. Það er kominn nýr kælir frá MS og hafin er sala á heilsusamlegum vörum s.s. skyri og skyrdrykkjum.  Stefnt er að því að selja vörur sem innihalda minna en 10 gr. af kolvetni í hverjum 100 gr.  

Fundur með litla forvarnarhópnum og er vinna að forvarnaráætlun Rangárþings eystra er í fullum gangi. 

Einnig hafa verið fundir með Tvistráði og ungmennaráði vegna staðsetningu og innra skipulagi félagsmiðstöðvarinnar. 

Unnið að nýju erindisbréfi fyrir ungmennaráð og skipan nýs ráðs.

Styrkumsóknir fyrir félagsmiðstöðina ofl. 

Nefndarmenn ræddu og spurðust fyrir um málefni sparkvallarins. Sveitarstjórn hefur samþykkt að ráðast í endurbætur á vellinum og var Ólafi Erni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að koma með tillögur að endurbætum. Þær tillögur er komnar inn á borð sveitarstjóra.

5.Önnur mál.
Lárus Viðar kom með göng sem sýndu gjaldskrárnar íþróttamiðstöðva í nokkrum sveitarfélögum sem eru að svipaðri stærðargráðu og Rangárþing eystra. Nefndarmenn hvetja sveitarstjórn að endurskoða vel gjaldskránna í íþróttamiðstöðina og lækka jafnvel árskortin. 

Áramótaballið. Ljóst er að það verður ekki ball fyrir 16-18 ára aldurinn eins og reynt hefur verið undanfarin ár, enda hefur ekki verið nein mæting.  Þar af leiðandi mun sveitarfélagið ekki styrkja nein félagasamtök um að halda áramótaballið. Mikil umræða var á fundum hvort og með hvaða fyrirkomulagi ballið ætti að vera.  En nefndarmenn voru þó sammála um að eitthvað yrði að vera í Hvolnum á nýársnótt. 

Fundi slitið klukkan 18:24