- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Friðrik Erlingsson, rithöfundur og íbúi á Hvolsvelli, var með kynningu á óperunni "Ragnheiði" í Héraðsbókasafni Rangæinga í gær, fimmtudag. Óperuna samdi Friðrik ásamt hinum kunna tónlistarmanni Gunnari Þórðarsyni. Friðrik fór í gegnum sögu Ragnheiðar sem er ástar- og örlagasaga og leyfði gestum í bókasafninu að hlusta á brot úr óperunni. "Ragnheiður" verður frumflutt í Eldborg í Hörpunni þann 1. mars nk.
Nánar má lesa um óperuna og sögu Ragnheiðar hér á vef Hörpunnar