Tónlistarskóli Rangæinga tók þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna.

Svæðistónleikar voru á Selfossi fyrir Suðurland, Suðurnes og Kragann laugardaginn 16. mars s.l., þar sem valin voru sjö atriði til áframhaldandi þátttöku á lokatónleikum er verða í Hörpunni.

Skólinn var með eitt atriði á svæðistónleikunum, samspilsatriði undir stjórn Hédi Maróti.  Í samspilshópnum voru píanónemendurnir Snorri Björn Magnússon og Stefán Hermundsson, slagverksnemendurnir Hilmar Úlfarsson og Daníel Anton Benediktsson og fluttu þeir verkið Six Dances in Bulgaria Rhythm nr. 6 eftir Béla Bartók. 

Skólinn var mjög stoltur af sínum mönnum, því þeir stóðu sig frábærlega vel, allir fengu þeir viðurkenningu fyrir þátttöku, en voru ekki í þeim hópi er valin var til að taka þátt í lokahátíðinni í Hörpu 14. apríl. n.k.

 

Samspilstónleikar voru miðvikudaginn 20. mars s.l. á Laugalandi. 

Nemendur spiluðu saman í hinum ýmsu samspilshópum, í einu atriðinu voru t.d. 8 nemendur sem spiluðu saman allir úr sama bekknum.

Húsfyllir var á tónleikunum og stóðu nemendur sig með mikilli prýði, var mál manna að þetta hefðu verið mjög skemmtilegir tónleikar og einnig talað um hvað krakkarnir væru orðnir klárir í að spila saman.

 

 

 

Skólinn vill koma fram þakklæti til foreldra og annara áhugasamra fyrir að koma á tónleikana hjá tónlistarskólanum, það eflir mjög áhuga og starf skólans bæði hjá kennurum og nemendum að fá áhugasama áheyrendur á tónleikana.