Í vor var gróðurhús tekið í notkun í Hvolsskóla. Búið er að planta ýmsum tegundum s.s. grænkáli, tómataplöntum, steinselju, kóríander og jarðaberjaplöntum. Eins hafa verið settar niður kartöflur, berjarunnar, graslaukur, hvítlaukur, grænar baunir og rababari í grænmetisgarðinum fyrir utan. Það er mikill vöxtur í plöntunum og fyrsta jarðarberið er orðið full þroskað, sem olli mikilli gleði. Svæðið í kringum gróðurhúsið hefur líka verið tekið í gegn og útisvæði hænsnanna við hænsnakofann var líka stækkað. Í vetur gáfu hænurnar af sér 752 egg, sem notuð er í matreiðslustofunni og munar um minna.

Mikið er til af tilbúinni moltu úr lífræna úrgangnum sem kemur frá skólanum og er íbúum sveitarfélagsins velkomið að koma í körin bak við skóla (milli skóla og íþróttahúss) og taka sér moltu. Það þarf að hafa með sér skóflu og velja úr körum þar sem hún er tilbúin. Gott að loka körunum þegar búið er að taka.