Fréttabréf félags eldri borgara í Rangárvallasýslu frá 10. apríl til september 2014 en dagsetningar vegna ferða koma þegar nær dregur.

Stjórn félagsins skipa: Formaður Guðrún Aradóttir, ritari Margrét Þórðardóttir, gjaldkeri Þórunn Ragnarsdóttir, meðstjórnendur Svavar Hauksson og Sigrún Ólafsdóttir, varamenn Ingibjörg Þorgilsdóttir og Júlíus P. Guðjónsson, skoðunarmenn aðalmenn Sváfnir Sveinbjarnarson og Anna María Tómasdóttir, varamenn Sigrún Sveinbjarnardóttir og Rósa Aðalsteinsdóttir, í skemmtinefnd eru Sigríður Erlendsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ólöf Kristófersdóttir, Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir og Bragi Gunnarsson, í spilanefnd á Hvolsvelli eru Guðrún Sigurðardóttir, Ólöf Kristófersdóttir og Kristín Sigurðardóttir, spilanefnd á Hellu er Guðríður Bjarnadóttir 

Síðasti spiladagur verður fimmtudaginn  8.maí á Hvolsvel

 Í handverkinu til vors, útskurður í Njálsbúð á föstudögum leiðbeinandi er Hjálmar Ólafsson, í Menningarhúsinu Hellu með annað handverk eru Guðrún Óskarsdóttir og Brynja Bergsveinsdóttir á Þriðjudögum og miðvikudögum, handverkssýningin verður 10 og 11 maí nánar auglýst í Búkollu.                                                                                           
Hringur kór eldri borgara starfar af fullum krafti  æfingar eru í Menningarhúsinu á Hellu alla mánudaga kl: 16:00 til 18:00 , alltaf er pláss fyrir nýja félaga í allar raddir, upplýsingar veita Jón Ragnar Björnsson formaður 894-9953-571-7150 og Kristín Sigfúsdóttir söngstjóri 483-1629 – 663-6217                

Leikfimi er á Hvolsvelli í Hvolnum mánudaga og fimmtudaga kl: 10:00, Ganga og skokk er í íþróttahúsinu á Hvolsvelli þriðjudaga kl: 8:50 til 9:30 og ganga í íþróttahúsinu á Hellu föstudaga kl: 11:00 til 12:00.  
Boccia er í íþróttahúsinu Hvolsvelli þriðjudaga og föstudaga kl:9:50  til 10:30. Upplýsingar veitir Júlíus P. Guðjónsson 431-1441 og 663-7065                

Eldri borgara messan á uppstigningadag 29. maí verður að þessu sinni í Odda, rútuferð verður eins og áður í þessa messu, nánar auglýst síðar.                  

Sumarstarfið:  Sundleikfimi verða  í sumar í sundlaugunum  á  Hellu og Hvolsvelli  ef næg þáttaka næst, nánar auglýst síðar. Hið sívinsæla pútt byrjar á Strandavelli eftir 15 maí nánar ayglýst síðar. 

Vorferð í júní verður í Þorpin á suðurströndinni, Stokkseyri, Eyrarbakki, Þorlákshöfn og Hveragerði nánar auglýst síðar.

Það er búið að dagsetja ferðina í júlí dagana 8.til 11. Júlí, farið verður um Dalasýslu gist að Laugum í Sælingsdal , ekið Fellsströnd og Skarðsströnd 2 dag  og síðan Gilsfjörð, Reykhóla og Bjarkarlund 3 dag.  Áætlað verð fyrir félagsmenn er kr: 75.000,- fyrir 1.manns herbergi og kr: 60.000,- fyrir 2.manna herbergi, innifalið í verði er gisting í 3 nætur, 3 kvöldverðir  og rútufarið.  Þeir félagar sem hafa hug á að koma með vinsamlega  skráið nöfn ykkar sem fyrst hjá Þórunni í síma 487-5922 eða 892-5923 því hótelin verða að fá töluna vegna gistingar og matar mánuði fyrir brottför, nánar auglýst síðar

Í ágúst verður farið dagsferð til Vestmannaeyja, nánar auglýst síðar. 

Fréttir vegna mála eldri borgarar sem berast í tölvupósti  t.d. frá Landsambandi eldri borgara fara beint inná heimasíður Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps, þar í pakka „ Félagsstarf eldri borgara“ svo að félagsmenn geti séð þær þar, því ekki er mögulegt að senda þær út í Búkollu vegna aukakostnaðar.

Vonum við hjá stjórn að þetta verði gott ár hjá okkur eins og ævinlega.
Allir Rangæingar 60 ára og eldri eru velkomnir í félagið, það er alltaf gott að fá nýja félaga og þar með nýjar hugmyndir.
Guðrún Aradóttir, Margrét Þórðardóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Svavar Hauksson, Sigrún Ólafsdóttir, Ingibjörg Þorgilsdóttir og Júlíus P. Guðjónsson.