Fyrsta barn ársins 2013 var lítil stúlka sem fæddist á Landspítalanum að morgni nýársdag. Rangárþing eystra er afar stolt af því að nýársbarnið búi í sveitarfélaginu og samþykkti sveitarstjórnin að gefa 100.000 krónur í söfnun Þjóðkirkjunnar til tækjakaupa fyrir Landspítalann í tilefni þess. Landsbyggðarfólk treystir Landspítalanum sem þjónar öllu landinu þegar á reynir og því er afar mikilvægt að styðja þetta góða málefni. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra mun afhenda Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, framlag sveitarfélagsins. Þetta er í rauninni táknrænt framlag – fyrsta barn ársins – fyrsta framlag til söfnunarinnar og að Landspítalinn þjónar allri þjóðinni og við viljum leggja góðu málefni lið.