Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum stendur fyrir fræðsluþingum víða um land í október 2013. Þingin eru hugsuð fyrir stjórnendur, kennara og annað starfsfólk grunn- og framhaldsskóla. Einnig eru hvattir til að mæta; forvarnarfulltrúar, náms- og starfsráðgjafar, þeir sem starfa við íþrótta-og æskulýðsmál, barnavernd, heilsugæslu og félagsþjónustu að ógleymdum sveitarstjórnum og löggæslu. 

Vitundavakning leggur áherslu á að fræða þá sem vinna með börnum um eðli og afleiðingar kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis, svo allir séu í stakk búnir til að bregðast við, ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi.

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum heyrir undir þrjú ráðuneyti, innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti.