Fræðslunetið hefur opnað nýjan vef.

Á vefnum verður hægt að finna allar upplýsingar um starfsemina. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um námskeið með því að velja námskeið á valseðli, einnig er hægt að velja kennslustaði og þá er hægt að sjá þau námskeið sem kennd eru á viðkomandi stað. Hægt er að velja hvenær námskeið byrja og hvaða námskeið eru í gangi. Námskeið hafa verið haldin á Hvolsvelli við góðan orðstír og rétt er að hvetja fólk í Rangárþingi eystra að kynna sér hvað er í boði í næstunni.

Hægt er að komast beint á vefinn hér

Fræðslunet Suðurlands er símenntunarmiðstöð sem sér um og skipuleggur námskeið fyrir fullorðið fólk.  Námskeiðin eru af ýmsum toga bæði starfstengd- og tómstundanámskeið. Flest námskeiðanna eru auglýst á vefsíðu Fræðslunetsins og tvisvar á ári er gefinn út námsvísir þar sem auglýst eru námskeið fyrir allan almenning. Einnig skipuleggur Fræðslunetið námskeið eftir óskum fyrirtækja og stofnana.

Allar upplýsingar má fá í síma 4808155 eða senda tölvupóst: fraedslunet@fraedslunet.is

Skrifstofa Fræðslunets Suðurlands er í Iðu, Tryggvagötu 25, 800 Selfossi.