Í dag verður boðið upp á fræðsluerindi hjá Fræðsluneti Suðurlands og hægt verður að vera með á fjarfundi í húsnæði Fræðslunets Suðurlands, Vallarbraut 16 Hvolsvelli.

Margir einstaklingar glíma við ADHD á fullorðinsárum og hefur það oft á tíðum mikil áhrif á líf þeirra. Fjallað verður um einkenni, orsakir og afleiðingar röskunarinnar. Farið verður yfir ýmis úrræði sem í boði eru og miða að því að efla og hámarka jákvæðar hliðar. Einnig verður sagt frá því hvernig hægt er að nýta sér þau í daglegu lífi.

Skráning hjá Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur, verkefnisstjóra Fræðslunetsins, í síma: 560 2038

Dagur: Þriðjudagur 4. mars kl. 20-22
Verð: í boði Fræðslunetsins
Leiðbeinandi: Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari og varaformaður ADHD samtakanna