Kæru foreldrar og forráðamenn unglinga á elsta stigi. 

Gamanleikritið Unglingurinn verður sýnt á Laugalandi í Holtum á morgun laugardag kl. 17:00

Foreldrafélagið býður nemendum á elsta stigi 1000 krónu afslátt af miðaverði. Hægt er að kaupa miðann við innganginn eða inná www.midi.is  á 2500 kr. Foreldrafélagið mun endurgreiða ykkur 1000 krónurnar gegn framvísun kvittunar til Steinu ritara Hvolsskóla. Steina kemur upplýsingum til foreldrafélagsins sem endurgreiðir þá þessar 1000 kr. Verkið er einstakt fyrir það að það er skrifað af unglingum fyrir unglinga og veitir því skýra og skemmtilega mynd af daglegu lífi unglinga,samskiptum við foreldra, kennara, jafnaldra og hitt kynið.  Leikritið er ætlað unglingum en mælt er með því að foreldrar, kennarar og aðrir sem ungangast unglinga sjái einnig verkið því fátt er betra en að hlæja saman í leikhúsinu og fá á sama tíma foreldrafræðslu í unglingísku. Verkið er fyrir alla á aldrinum 8 - 108 ára".


Góða skemmtun