Á sunnudagsmorgnum í vetur verður fjör í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Milli klukkan 10:00 - 12:00 verða Krílaíþróttir en þeir tímar eru ætlaðir fyrir börn á aldrinum 2 - 3 ára. Tímarnir ganga út á það að foreldrar séu virkir með börnunum sínum og hægt er að nota alla þá skemmtun sem að íþróttahúsið býður upp á.

Klukkan 11:00 hefst svo fótboltafjör fyrir 8. flokk sem er fyrir börn fædd 2017 - 2018.

Eftir fótboltann þá er opinn tími í Badminton frá klukkan 12:00 - 13:00. Hægt er að setja upp fjölmarga velli en spaðar og flugur eru til staðar í íþróttahúsinu fyrir þá sem það þurfa.