Í gær, mánudaginn 13. febrúar var haldinn fyrsti fræðslufundurinn fyrir þátttakendur í verkefninu um fjölþætta heilsurækt 60+ í sveitarfélaginu. Dr Janus Guðlaugsson flutti erindi en hann leiðbeinir þeim Anítu og Ingibjörgu sem stýra verkefninu.  Rangárþing eystra er fyrsta sveitarfélag landsins sem stígur þetta skref fyrir aldursflokkinn 60+, um er að ræða12 vikna æfingaprógramm og er þátttakan frábær en 62 einstaklingar eru skráðir til leiks.  Meðalaldur þátttakenda er 71 árs., elstu þátttakendur 81 árs og þau yngstu 60 ára á árinu. 21 karl og 41 kona eru þátttakendur, 49 koma úrþéttbýli og 13 úr dreifbýli.