HSK mun í sumar standa fyrir sérstöku gönguverkefni undir nafninu Fjölskyldan á fjallið. Í hverri viku munu birtast upplýsingar í Dagskránni um fjall vikunnar. 

Gönguverkefnið er þannig hugsað að í hverri viku í sumar er tilnefnt fjall vikunnar í Dagskránni og fjölskyldur hvattar til að ganga saman á fjallið. Hægt er að fara inn á heimasíðu HSK og ná í sérstakt þátttökublað þar sem skráð er niður nöfn fjölskyldumeðlima eða einstaklinga og merkt við hvenær gengið var á viðkomandi fjall. Ekki þarf endilega að ganga á fjöllin í þeirri röð sem þau eru kynnt. Þátttökublöðum má síðan skila á skrifstofu HSK fyrir 15. september og í haust verður síðan dregið úr þátttökublöðunum og vinningshafar fá vöruúttektir hjá Intersport. Einnig fá þeir sem ná að ganga á öll fjöllin í sumar, sérstakt viðurkenningarskjal.

Göngufólk er hvatt til að senda Dagskránni skemmtilegar myndir og kannski stuttan pistin úr göngunni. Vinsamlegast sendið á netfangið orng@prentmet.is eða á hsk@hsk.is