var haldinn í Hvolnum, Hvolsvelli í dag. Á fundinum voru Ísólfur Gylfi Pálmason, Elvar Eyvindsson, Haukur G. Kristjánsson og Árný Lára Karvelsdóttir frummælendur og ræddu þau m.a. um stöðu mála í verslunar- og húsnæðismálum við Austurveg, hugmyndina um að stofna almenningshlutafélag um verslun, vörukannanir og hagkvæmni verslunar í heimabyggð. Eftir að frummælendur höfðu lokið máli sínu var orðið gefið laust og íbúar sveitarfélagsins fóru bæði í pontu og töluðu um sínar hugmyndir og komu einnig með athugasemdir og fyrirspurnir úr sal. Greinilegt er að íbúar höfðu mikinn áhuga á málefninu og mjög margt áhugavert kom fram sem sveitarstjórn tekur til greina í sinni vinnu.