Komandi vika er tileinkuð fjölmenningu í Leikskólanum Örk. 

Við búum í fjölmenningarlegu samfélagi en með því er átt við að fólk með margvíslega menningu (menntun, aldur, kyn, kynhneigð, lífsstíl, hefðir, siði, klæðaburð, mataræði, tungumál, trúarbrögð, viðhorf, gildi, uppruna og þjóðerni) býr og starfar saman á jafnréttisgrundvelli.

Á leikskólanum hafa allar deildir skipulagt mismunandi viðburði fyrir hverja deild.
Til dæmis má nefna að sungið er á pólsku, dönsku, portúgölsku og öll löndin sem leikskólinn getur tengt sig við eru kynnt sérstaklega. 

Á leikskólanum sameinast mörg þjóðerni en starfsfólk og nemendur tengjast 14 þjóðernum í það heila.