Í gær, fimmtudaginn 2. febrúar, var gert opinbert hvaða sveitarfélög á landinu eiga kost á styrkjum úr Fjarskiptasjóði til ljósleiðaravæðingar fyrir 2017. 

Rangárþing eystra fær 62.750.000 úr sjóðnum og er það hæsti einstaki styrkurinn sem veittur er í ár. 

Fjarskiptasjóður úthlutar styrkjum til sveitarfélaga til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli utan markaðssvæða. Í fyrra hlutu 14 sveitarfélög alls 450 milljóna króna styrk til þess að tengja um 1.000 lögheimili og vinnustaði.

Umsóknar- og úthlutunarferli  vegna fyrirhugaðra framkvæmda sveitarfélaga 2017 er langt komið. Þann 1. febrúar s.l. voru opnaðar samtals 146 styrkbeiðnir frá 34 sveitarfélögum. Mat á þeim umsóknum liggur fyrir. Alls eiga 23 sveitarfélög nú kost á alls 450 m.kr. styrk til þess að tengja um 1.800 lögheimili og vinnustaði með ljósleiðara. Þar af verða um 400 byggingar tengdar um fyrirliggjandi ljósleiðararör.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er Ísland ljóstengt lykilaðgerð í byggðamálum.

Frétt af vef Fjarskiptasjóðs