Á 307. fundu sveitarstjórnar þann 13. desember sl. var fjárhagsáætlun Rangárþings eystra 2023 - 2026 lögð fram og samþykkt samhljóða. Eftirfarandi var bókað:

Áætlun 2023 gerir ráð fyrir fjárfestingum að heildarupphæð 682.500.000 kr.
Áætlaðar heildartekjur Rangárþings eystra 2023 (aðalsjóðs, A- og B hluta) nema alls 2.618 m. kr. Heildarútgjöld án fjármagnsliða eru áætluð 2.281 m.kr. Reiknaðar afskriftir 158 m.kr. Veltufé frá rekstri 318 m.kr.
Niðurstaða ársins 2023 án fjármagnsliða er áætluð 179 m. kr. Rekstrarniðurstaða 2023 jákvæð um 52,9 m.kr.
Í eignfærða fjárfestingu verður varið..............682,5 mkr.
Afborgun lána.......................................113 mkr.
Tekin ný langtímalán.................................550 mkr.
Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok....2.368 mkr. Eigið fé er áætlað í árslok........................2.294 mkr.

Sveitarstjórn vill koma á framfæri þakklæti til fjármálastjóra, forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins auk annarra starfsmanna sem komu að gerð áætlunarinnar.

Bókun B-lista
Fulltrúar B-lista vilja þakka meirihluta sveitarstjórnar og þeim starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir samstarfið við gerð fjárhagsáætlunar. Vinna við gerð áætlunar 2023 gekk vel á skömmum tíma. Fulltrúar B-lista vilja þó hvetja meirihlutann til að hefjast fyrr handa við gerð næstu fjárhagsáætlunar til þess að stuðla að betur vandaðri áætlun fyrir öll árin sem áætlunin tekur til. Með því móti verður til stefnumótun sem er nauðsynleg með uppbyggingu, sjálfbærni og framtíðarhorfur sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Bjarki Oddsson
Guri Hilstad Ólason
Rafn Bergsson

Sveitarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2023-2026