Það er sérstakt að kveðja gamla árið og fagna nýju ári í fögrum fjallasal. Hjá mörgum getur það verið skemmtileg leið til að bregða út af föstum venjum en hefðir annarra felast jafnvel í því að dvelja í Básum um áramótin. 

Víst er að áramót í Básum eru ógleymanleg upplifun með gönguferðum, góðum mat, blysför, áramótabrennu, flugeldum og fleiru skemmtilegu í góðum félagsskap. Allt framangreint fer á hærra stig í fjallasalnum á Goðalandi; landi goða eða góðra vætta - og klettarnir taka undir bæði söngl og sprengjulæti!

Fararstjóri er Ingibjörg Eiríksdóttir (Íbí)

Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Útivistar, Laugavegi 162, Reykjavík, s. 5621000, netf. utivist@utivsit.is

Facebook síða ferðarinnar