Félagsþjónusta Rangárvalla-og Vestur Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða stuðningsfjölskyldur.

Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að veita börnum tilbreytingu og stuðning, létta álagi af fjölskyldum og styrkja félagslegt tengslanet. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem barn dvelur á heimili stuðningsfjölskyldunnar.

Hæfniskröfur: Gerð er krafa um hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, frumkvæði, samviskusemi, heiðarleika, góðar heimilisaðstæður og hreint sakavottorð. Reynsla af umönnun barna æskileg.

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru samkvæmt verktakasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Inga Jara Jónsdóttir í síma 487-8125 eða á netfangið inga@felagsmal.is