Félagsmiðstöðin Tvisturinn óskar eftir starfsmanni.

Vilt þú vinna gefandi starf og hjálpa ungmennum að njóta sín? Starfsmann vantar 2-3 kvöld í viku í félagsmiðstöðina Tvisturinn. Auk þess að vinna á kvöldin er æskilegt að starfsmaðurinn geti farið í þær ferðir sem félagsmiðstöðin fer í s.s. Samfestinginn ofl.

Allar upplýsingar gefur nýr forstöðumaður Laufey Hanna sem jafnframt tekur við umsóknum á netfangið laufeyhanna@hvolsvollur.is