Óskað er eftir tilboðum í leigu á hluta af Félagsheimilinu Fossbúð á Skógum undir Eyjafjöllum í Rangárþingi eystra. Leigutími er frá 1. janúar 2017. Um árabil hefur verið veitingarekstur í húsinu á vegum einkaaðila. Húsið er í eigu sveitarfélagsins og nýtist einnig fyrir samkomur, erfidrykkjur, fundi og mannfagnaði, o.fl. sem tengjast fyrrum Austur Eyjafjallahreppi.
Umsækjendur geri í umsókninni grein fyrir á hvern hátt þeir hyggist nýta húsið. Tilgreini leiguverð og almennar upplýsingar um væntanlegan leigutaka. Húsið verðu til sýnis frá kl. 14.- 16.00 mánudaginn 26. september n.k.
Umsóknir sendist til Skrifstofu Rangárþings eystra, Hlíðarvegi 16, 860 Hvolsvelli eða sendist á netfangið isolfur@hvolsvollur.is fyrir kl. 12.00, mánudaginn 3. október 2016.
Sveitarstjórn áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum