Íbúafundur var haldinn fimmtudaginn 15. desember s.l. þar sem farið var yfir stöðuna varðandi félagsheimilið Fossbúð. Félagsheimilið hefur verið leigt út síðast liðin ár en leigusamningi var nýlega sagt upp og lauk honum um áramótin. Fjölmennt var á fundinn en heimamenn hafa sýnt mikinn áhuga á að leigja félagsheimilið undir þjónustustarfsemi tengda ferðamennsku.

Í kjölfar fundarins var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka við leigu á húsnæðinu og voru fjórir aðilar sem sóttu um. Allir umsækjendur hafa tengingu við sveitarfélagið og flestir þeirra búsettir hér sem er afar ánægjulegt. Byggðaráð hefur farið yfir umsóknirnar og fundað með öllum umsækjendum. Áætlað er að ákvörðun liggi fyrir á næsta fundi byggðaráðs sem haldinn verður fimmtudaginn 26. janúar n.k. 

Kappkostað verður að félög- og heimamenn geti einnig nýtt húsið fyrir hefðbundna félagsstarfsemi undir Fjöllunum.