GoRed
Vitundarvakning um hjartasjúkdóma

Febrúar er hjartamánuðurinn og við fögnum honum. Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hefur síðan þróast hjá okkur í gegnum árin og að þessu sinni er allur mánuðurinn undir, efnið óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla. 

Rauði dagurinn okkar að þessu sinni er föstudagur 3. febrúar n.k. Við hvetjum starfsmenn sveitarfélaga og þá sérstaklega í skólum, þar einnig nemendur, að klæðast rauðu og sýna þannig í verki að við eigum að hugsa vel um hjartað okkar, undirstöðu þess að við erum á lífi.

Nokkrar byggingar verða lýstar rauðar í tilefni af hjartamánuðinum, við verðum áberandi í fjölmiðlum og efnið er fjölbreytilegt sem fjallað er um, þannig er umræðan ekki eingöngu um fullorðna heldur einnig börn með hjartasjúkdóma og galla að ógleymdri umræðu um lífsstíl sem tengist ótvírætt hjartaheilsu okkar allra. 


Mánuðurinn skiptist niður í efnin: 
Konur og hjartasjúkdómar
Hjartagallar
Heilaæðasjúkdómar
Forvarnir. 

Við hlökkum til að sjá útkomuna þetta árið og hvetjum ykkur til þess að setja inn myndir af rauðklædda fólkinu ykkar á heimasíður sveitarfélagsins og á facebook síðu okkar:  

https://www.facebook.com/Go-Red-%C3%8Dsland-314666780026/

eða á twitter @gorediceland undir myllumerkinu #hjartaðmitt