Fagna því að Njálfurefillinn er hálfnaður 

Njálfurefillinn er senn hálfnaður og stefnt er að því að rúlla upp fyrra hluta hans þriðjudaginn 20. október kl: 19:00.-22:00. Þá verða síðustu sporin í fyrstu 45 metrana tekin og hafist handa við að taka ný spor í seinni hluta verksins og hefja þannig seinni hálfleik formlega. Verkið sem var talið taka um 10 ár að sauma verður búið á helmingi styttri tíma ef verkinu miðar áfram eins vel og hingað til og klárast það þá árið 2018. 

Njálurefillinn er verkefni sem unnið hefur verið að í Refilstofunni sem staðsett er í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Það eru þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sem eiga veg og vanda að þessu verkefni en Njálurefillinn snýst um að sauma Brennu-Njálssögu með refilsaumi í 90 m. langan refil.

Allir eru velkomnir til að taka þátt 20 október og taka ný spor í nýjar fallegar myndir, gestum verður boðið upp á kaffi og köku úr smiðju Ginu.