Laugardaginn 13. ág kl. 12 flytja Dr. William R. Short og Reynir A. Óskarson frá Hurstwic hópnum (hurstwic.com) erindi á Valhalla Restaurant Hvolsvelli fjallar um hlutverk tilraunafornleifafræði í sögulegum rannsóknum, einkum tilraunir hópsins með járngerð á landnámsöld. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna Úr mýri í málm sem er opin á þjóðminjasafni Íslands og fer fram á ensku.

 

Í meira en 20 ár hefur Hurstwic hópurinn beitt tilraunafornleifafræðilegum aðferðum við rannsóknir á bardagaaðferðum víkinga og víkingasamfélaginu almennt.
Tilraunafornleifafræði er vísindaleg aðferðafræði sem beitt er til að sannreyna hugmyndir okkar um fortíðina. Í meira en 20 ár hefur Hurstwic hópurinn notast við tilraunafornleifafræðilegar aðferðir í rannsóknum á bardagaaðferðum víkinga og víkingasamfélaginu almennt.
Hefðbundnari heimildir, svo sem fornleifar og ritaðar heimildir, geta fleytt okkur áfram en þær hafa sín takmörk, sérstaklega þegar kemur að einstökum sviðum eins og bardögum og járngerð. Tilraunafornleifafræði er ómetanlegt verkfæri til að skýra óljósa mynd af fortíðinni. Þessi nálgun hefur gert Hurstwig hópnum kleift að sannreyna ýmsar kenningar um fortíðina.
Í fyrirlestrinum ræða Dr. William R. Short og Reynir A. Óskarson aðferðir og kosti tilraunafornleifafræði og hvernig þeir notuðu hana til að svipta hulunni af leyndardómum járngerðar á Íslandi sem og af öðrum sviðum. Mörgum af þessum rannsóknum eru gerð skil í nýlegri bók þeirra Men of Terror: A comprehensive analysis of Viking combat.
Aðgagur ókeypis