Rangárþing eystra hefur unnið að endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins frá 2019 og hafa nú klárað tillögu að nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins sem gilda mun frá 2020-2032. Sveitarfélagið skipaði vinnuhóp sveitarstjórnar og skipulagsnefndar um endurskoðun skipulagsins og ráðgjafi í vinnunni er EFLA verkfræðistofa. Tilefni endurskoðunar byggist á breyttum forsendum frá gildandi aðalskipulagi og hvernig gengið hefur að fylgja eftir þeirri stefnumörkun sem þar er sett fram. Talsverðar breytingar hafa orðið á forsendum skipulagsins bæði innan sveitarfélagsins sem og í ytra umhverfi. 13. - 15. desember sl. var opin kynning á þeirri tillögu sem nú liggur fyrir þar sem íbúar gátu komið og kynnt sér tillöguna og átt samtal við m.a. skipulags- og byggingarfulltrúa og sveitarstjóra.

Allar upplýsingar um aðalskipulagið má finna á heimasíðu sveitarfélagsins en þar er m.a. hlekkur á gagnvirka heimasíðu aðalskipulagsins ásamt kynningarmyndbandi um notkun síðunnar.

Þessi frétt var fyrst birt í fréttabréfi Rangárþings eystra í desember sl.