Elma Stefanía Ágústsdóttir, frá Hvolsvelli, hefur verið að slá í gegn í leikritinu Harmsögu sem sýnt er í Kassa Þjóðleikhúsins um þessar mundir. Leikverkið hefur m.a. verið valið til sýninga á leikhúshátíðinni World Stages í Kennedy Center í Washington í mars á næsta ári sem er mikill heiður fyrir alla aðstandendur. Harmsaga er eftir Mikael Torfason en leikstjóri verksins er Una Þorleifsdóttir. Elma Stefanía útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2013 og mun leika í 3 sýningum Þjóðleikhúsins á þessu leikári.

Það má með sanni segja að ungt fólk úr sveitarfélaginu er að slá í gegn á mörgum vígstöðum um þessar mundir og megum við öll vera ákaflega stolt af fólkinu okkar.