Á mánudaginn s.l. mættu þær Kolbrún Bladursdóttir sálfræðingur og höfundur bókarinnar EKKI MEIR og Ragnheiður Sigurðardóttir verkefnastjóri æskulýðsvettvangsins á Hvolsvöll. Ragnheiður kynnti æskulýðsvettvangin sem eru sameiginleg samtök UMFÍ, Bandalags íslenskra Skáta, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, KFUM og KFUK. Samtökin hafa það að markmiði að stuðla að samræðu og samstarfi aðildafélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynningu.

Kolbrún fór yfir efni úr bókinni EKKI MEIR sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn. Mjög athyglisvert það sem hún hafði fram að færa. Bókina má panta Hér.

Hér má sjá eineltisáætlanir  skólanna í Rangárþingi eystra.

Einelstisáætlun Hvolsskóla

Eineltisáætlun Leikskólans Arkar