Í kvöld kl: 20:00 mun Ebba Guðný Guðmundsdóttir vera með fyrirlestur um næringu og mat fyrir fólk á öllum aldri. Hún talar m.a. um hvernig  breyta megi mataræðinu með einföldum skrefum, hvað skiptir máli fyrir líðan og margt fleira. Auk þess kynnir hún og kennir á vörur sem hún mælir með og hafa góð áhrif fyrir okkur öll.

Ebba Guðný hefur skrifað fjölmargar bækur sem allar fjalla um hollt fæði og góðan næringu og heldur úti vefsíðunni www.purebba.com .

Fyrirlesturinn hefst kl: 20:00 og verður í Hvolnum. Búast má við að fyrirlesturinn með spurningum úr sal taki um 90 mínútur. Sjálfsögðu eru allir velkomnir og aðgangur ókeypis.