Ingibjörg Birna Ólafsdóttir, ættuð frá Stórólfshvoli hér í sveit, setti sér það markmið að 12. desember 2012 (12.12.12) yrði hún búin að ganga 1.200 km, synda 120 km, missa 12 kg og safna 1,2 milljónum með aðstoð góðs fólks og gefa til Barnaspítala Hringsins. Barnaspítalinn varð fyrir valinu þar sem hann er öflugur bakhjarl ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir börnin/barnabörnin okkar hvort sem það eru veikindi eða slys og þar er unnið frábært starf. Af því tilefni stofnaði hún facebook síðuna Dýrmæt heilsa – dýrmæt börn. Eins og kom fram í Ísland í dag, þriðjudaginn 27. nóv. hefur hún náð öllum markmiðunum nema fjárupphæðinni og enn eru nokkrir dagar til stefnu.

Börnin okkar eru dýrmæt og flest þekkjum við það af eigin raun eða annara nákomna að þurfa að dvelja með barn á spítala.

Starfsfólk leikskólans Arkar á Hvolsvelli ákvað að gefa 2000 kr. á  hvern starfsmann í söfnunina og þeir skorðuðu á aðra starfsmenn sveitafélgasins að gera slíkt hið sama. Þeirri áskorun tóku starfsmenn á skrifstofu Rangárþings eystra og ætla þeir að gefa 2000 kr. á hvern starfsmann og skora jafnframt á aðra starfsmenn.

Góðgerðarfélag til styrktar Barnaspítala Hringsins.
Stofnað af Ingibjörgu Birnu Ólafsdóttur til að standa við heilsu- og góðgerðarmarkmið árið 2012
Reikningsnúmer 536-05-121212 kt. 580612-0910.
Einnig er hægt að hringja í söfnunarnúmer 901-5012 fyrir kr. 1.200,
901-5024 fyrir kr. 2.400 og 901-5036 fyrir kr. 3.600