Búið er að taka í notkun nýjan drullugarð við leikskólann Örk. Þetta er viðbót við garðinn, norðan við Litla Dímon. Svæðið hefur verið hreinsað, tré snyrt og búið er að setja upp kofa, dekk og trjádrumba. Á þessu svæði fer fram annarskonar leikur en í stóra garðinum en þarna er ekkert hefðbundið dót heldur eingöngu endurvinnanlegt efni og annað tilfallandi.

Börnin skemmta sér vel í nýja hluta garðsins og hugmyndaflugið fær að blómstra.

Meðfylgjandi myndir eru af heimasíðu leikskólans og þar má líka finna fréttir af leik og starfi.