Búnaður - æfing - kunnátta = Dr. B.Æ.K.

Dr. Bæk mætir með tæki og tól og leiðbeinir um helstu vorverk hjólreiðamannsins. Það er pumpað í dekk og smurt. Stillingar á stelli og hjálmi skoðaðar og bremsur og gírar stilltir. Þátttakendur mæta með sín eigin hjól.

Hjólin eru ástandsskoðuð og gefið út skoðunarvottorð um heilsu hjólsins á blaði og hægt að fá skemmtilegan límmiða á hjólið.

Hjólafærni verður svo með þrautahjólaleiki fyrir alla sem vilja taka þátt á miðbæjartúninu.

Nánari upplýsingar um Dr. BÆK og Hjólafærni má finna hér