Tour de Hvolsvöllur framundan og þá er lag! Dr. Bæk kemur í bæinn með farandskoðunarstöðina sína, pumpu, olíur og nokkra skiptilykla og bærinn býður öllum fría ástandsskoðun á reiðhjólum. Hann skoðar hjólin og vottar heilsu þeirra.
Svo setjum við upp þrautabraut og hjólum í grasinu og hver veit nema eitthvað nýtt verði á dagskránni í ár?!
Doktor Bæk verður í tjaldinu við hliðina á skemmtitjaldinu og leikirnir verða á flötinni þar fyrir framan.
Hann starfar frá kl. 10 – 14.00
Leikirnir hefjast kl. 11