Unglingarnir í félagsmiðstöðinni Tvistinum skipulögðu diskósund í sundlauginni miðvikudagskvöldið 29. september. Fjöldinn allur af gestum komu og tóku þátt. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var gleðin allsráðandi og margt um manninn. Tilefnið var Heilsueflandi haust og ekki vantar áhugann og kraftinn hjá yngri kynslóðinni sem svo sannarlega létu til sín taka og skemmtu sér konunglega.

Með kveðju frá félagsmiðstöðinni.