Frétt á www.sunnlenska.is

Báðar deildirnar hjá konunum spiluðu síðustu leiki sína á Hellu fimmtudaginn 13. mars. Ljóst var að mikil barátta var um efsta sætið í efri deildinni að loknum fyrri hlutanum en þrjú lið voru jöfn að stigum Dímon-Hekla 1, Hamar 1 og UMFL 1. Í neðri deildinni átti Hvöt einnig raunhæfan möguleika á því að skáka Dímon-Heklu 2 úr efsta sætinu. Tvö lið í efri deildinni urðu að draga sig úr keppni, en hvorki Garpur né UMFL 2 náði að manna sín lið og fengu þá leiki sem þau áttu eftir skráða 0-2 tap. Það vildi þó svo „heppilega“ til að hin 4 liðin í deildinni áttu öll eftir að spila einn leik við annað þessara liða, og því hélst stigastaðan hjá liðunum og ekkert lið græddi umfram önnur á „sigrinum“.

Einu leikirnir sem eftir voru í efri deildinni voru því á milli Dímon-Heklu 1 og Hrunakvenna 1 og svo Hamars 1 og UMFL 1. UMFL 1 tók 2 hrinur á móti Hamri 1 sem tók eina og komust þær þá upp fyrir Hamar 1 að stigum. Dímon-Hekla 1 innsiglaði hins vegar sigur sinn í deildinni með 2-0 sigri á Hrunakonum og hljóta því titilinn héraðsmeistarar HSK í blaki kvenna 1. deild 2014.

Í neðri deildinni urðu úrslitin ekki ljós fyrr en í síðustu leikjunum. Hvöt spilaði gegn Hamri 2 og vann þann leik 2-0 og fengu 3 dýrmæt stig. Hrunakonur 3 spiluðu gegn Dímon-Heklu 2 og unnu fyrstu hrinuna. Dímon-Hekla var þó sterkari í síðari tveimur hrinunum og tryggði sér sigurinn í 2. deildinni. Þær hampa því titlinum Héraðsmeistarar HSK í blaki kvenna 2. deild 2014 og tvöfaldur sigur hjá Dímon-Heklu staðreynd. Hvöt varð í öðru sæti og dýrmæt hrina sem Hrunakonur 3 höfðu af Dímon-Heklu 2 fleytti þeim að Hamri 2 í stigum og hrinuhlutfalli og höfðu þær 3. sætið á betra stigahlutfalli.


Lokaröð liða í 1. deild kvenna:
1. Dímon-Hekla 1     13 stig                                        
2. UMFL 1               12 stig                         
3. Hamar 1             11 stig
4. Hrunakonur 1         6 stig
5. Garpur                 2 stig
6. UMFL 2                 1 stig


Lokaröð liða í 2. deild kvenna:
1. Dímon-Hekla 2     11                          
2. Hvöt                     9
3. Hrunakonur 3         4             
4. Hamar 2               4             
5. Hrunakonur 4         2