- Visit Hvolsvöllur
- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dekurdagur var á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 10. Nóvember síðastliðinn. Heimilisfólki var boðið upp á nudd, förðun, hárgreiðslu og handsnyrtingu fagfólks, sem allt gaf vinnu sína. Lauslega reiknað unnu þau samtals 48 klst. eða 6 vinnudaga.
Heimilisfólk fagnaði þessari uppákomu vel og tóku allir, sem mögulega gátu þátt. Það ríkti gleði, gaman og söngur á heimilinu frá morgni til kvölds.
Eftirtöldum vinnu – og gleðigjöfum eru færðar kærar þakkir Kirkjuhvols:
Förðun:
Arndís Sveinsdóttir
Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir
Heiðrún Jónsdóttir
Hárgreiðsla:
Pála Buch
Anna Fía Finnsdóttir
Særún Bragadóttir
Handsnyrting og neglur:
Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir
Nudd:
Bianca Gruner
Guðrún Berglind Jóhannesdóttir
Guðjón Guðmundsson
Ljósmyndun:
Hulda Dóra Eysteinsdóttir
Söngskemmtun:
Öðlingarnir
Söngur og gítar í pizzaveislu:
Einar Viðar Viðarsson
Einnig fá Snyrtistofan Ylur, Lyf og heilsa og allir, sem á einhvern hátt komu að því að gera dekurdaginn skemmtilegan bestu kveðjur og kærar þakkir.