Deiliskipulag fyrir Seljalandsfoss og Hamragarða

Kynningarfundur - Deiliskipulag fyrir Seljalandsfoss og Hamragarða
Sveitarfélagið Rangárþing eystra vinnur nú að deiliskipulagstillögu fyrir Seljalandsfoss og Hamragarða. 
Tillagan geri m.a. ráð fyrir byggingu þjónustumiðstöðvar, nýjum bílastæðum, gönguleiðum, breytingum á aðkomu ofl. 

Starfshópur á vegum sveitarstjórnar hefur unnið að mótun tillögunar í samvinnu við skipulagsráðgjafa frá Steinsholt sf. 

Opinn kynningarfundur verður haldinn í Hvoli, Hvolsvelli mánudagskvöldið 30. nóvember 2015, kl. 20:00.  
Allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér tillögurnar eru eindregið hvattir til að mæta. 


F.h. Rangárþings eystra

Anton Kári Halldórsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi