Í dag kom danski ráðherran Carsten Hansen í heimsókn í Rangárþing eystra en hann er á Íslandi til að sitja fund norrænna samstarfsráðherra. Ráðherran heimsótti Sögusetrið á Hvolsvelli og Sigurður Hróarsson fræddi hann um starfsemina þar. Að sjálfsögðu voru nokkur spor tekin í Njálurefilinn í leiðinni. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, fræddi ráðherran um gildi ferðaþjónustu fyrir Rangárþing eystra og landsbyggðina í heild. Ráðherran og föruneyti hans hélt svo förinni áfram og ætlaði m.a. að skoða Seljalandsfoss. Carsten Hansen er ráðherra húsnæðis-, bæja- og byggðamála í Danmörku.