Dagur sauðkindarinnar í Skeiðvangi Hvolsvelli 22. okt. 2016 

Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu sá um daginn sem var haldinn í 9. sinn.
Á sýninguna komu efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru dæmdir upp á nýtt. 

Efstu lambhrútar urðu:
1. Nr. 25 frá Borg með  90.5 heildarstig, læri 20 stig. F: Saumur 12-915 .MF. Hvellur frá Borgarfelli.
2. Nr.  50 frá Hemlu 2 með  89,5 heildarstig, læri 19,5. F: Brandur 12-103  frá Bassast..
3. Nr. 35 frá Snjallsteinshöfða með  89 heildarstig, læri 19 stig. F: Moli frá Snjallsteinsh. 

Veturgamlir hrútar.
1. 15-487 Raxi frá Árbæjarhjáleigu með  89,5 heildarstig 43 bakv. F: Bursti 12-912 
2. 15-151 Hnokki Grímsstöðum frá Álfhólum  með  88,5 heildarstig 43 bakv. F: Bellman 13-193 Álfhólum.
3. 15-486 Stubbi Árbæjarhjáleigu frá Hemlu 2 með  88,5 heildarstig. F: Ái 13-356.

Gimbrar.
1. Nr. 33 frá Teigi  með 10 fyrir frampart,  19 læri,  40 bakv. og heildarst. 37 F. Grímur 14-955.
2. Nr. 130 frá Hemlu 2 með 9.5 fyrir framp.  19,5 læri 35 bakv. og heildarst. 37,5. F. Farsæll 14-354. 
3. Nr.  88 frá Hemlu 2 með 9.5 fyrir framp.  19,5 læri, 38 bakv.  og heildarst. 36¬. F. Djarfur 15-358

Gestir völdu litfegursta lambið og var valinn þrílitur hrútur frá Grjótá í Fljótshlíð.
Verðlaun voru veitt fyrir 5 vetra ær sem standa efstar í kynbótamati í sýslunni.  Efsta ærin var 11-083 frá Lækjarbotnum með 113,5 stig.
Veitt voru verðlaun fyrir þyngsta dilk úr sýslunni lagðan inn hjá SS nú í haust. Hann var frá Sigurjóni Bjarnasyni Fellsmúla og vó  30,3 kg og D U5.
Þá var útnefnt ræktunarbú Rangárvallasýslu 2015.  Fjárbúið  Skarðshlíð.
Styrktaraðilar sýningarinnar voru Vélfang, SS sem gaf gestum kjötsúpu og kryddað læri fyrir þyngsta dilkinn.  Aurasel  lánaði grindur.
Verðlaunagripir voru listgripir unnir af Helmu Þorsteinsdóttur og mynd máluð af Gunnhildi Jónsdóttur Berjanesi Vestur - Landeyjum.
Efnt var til happdrættis til að standa undir kostnaði.  Gefnir voru út 200 miðar sem seldust upp og gengu allir vinningar út á staðnum. 
Áætlað er að gestir á sýningunni væru um 300.

Á myndunum eru:

1. Harpa Rún Kristjánsdóttir með sölubás frá Bókakaffi Bjarna Harðarsonar.
2. Tómas Jensson með efstu gimbrina.
3. Ásta á Grjótá með verðlaun fyrit litfegursta lambið.
4. Erlendur Árnason Skíðbakka og Steinn Másson Hjarðarbrekku.
5. Jóhann Jóhannsson með efsta lambhrútinn.
6. Erlendur Ingvarsson með efsta veturgamla hrútinn.
7. frá Lækjarbotnum með verðlaun fyrir efstu 5 vetra ána.
8. Vilborg Hjördís Ólafsdóttir með verðlaun fyrir ræktunarbú Rangárvallasýslu 2015.