Í tilefni af Degi læsis í gær, 8. september, var haldin vel heppnuð ráðstefna um læsi í Hvolsskóla. Þær Bjartey Sigurðardóttir, úr læsisteymi Menntamálastofnunar og Brynhildur Þórarinsdóttir, rithöfundur og háskólakennari, fluttu góða fyrirlestra um málefnið. Eftir erindin var hægt að stoppa við á kynningarbásum frá Héraðsbókasafninu  og Skólaþjónustunni, hægt að kynna sér efni um málörvun, lestrarhvetjandi spil og smáforrit og fleira. 

Hér má sjá fleiri myndir frá ráðstefnunni.