Njáluupplestur í Hvolsskóla

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu verður hátíðardagskrá í Hvolsskóla fimmtudaginn 14. nóvember þar sem nemendur 10. bekkjar lesa Brennu-Njáls sögu og hefst hátíðin kl. 8:15 að morgni og lýkur kl. 19:00. Þetta er níunda árið í röð sem Njála er lesin í tilefni Dags íslenskrar tungu. Yfir daginn er lesturinn brotinn upp með atriðum nemenda Hvolsskóla auk gesta.
Heiðursgestur hátíðarinnar að þessu sinni er Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarkona, leikari og rithöfundur. Hún er þjóðinni kunn m.a. fyrir viðtalsþætti í sjónvarpi og Gettu betur. Einnig gaf hún út bókina Dans vil ég heyra, ásamt Óskari Jónassyni, sem geymir sagnadansa og þjóðkvæði fyrir börn.
Það er í höndum nemenda í 7. bekk að lesa ljóðið Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson en með því hefja þeir formlega þátttöku sína í Stóru upplestrarkeppni 7. bekkjar sem lýkur með glæsilegri lokahátíð í mars á næsta ári.

Dagskrá:
Með fyrirvara um breytingar.
Kl. 8:15 Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra setur samkomuna.
Kl. 8:20 Upplestur á Brennu-Njáls sögu hefst.
Kl. 10:10 Kór Hvolsskóla syngur nokkur lög.
Kl. 10:20 Upplestur á Brennu-Njáls sögu heldur áfram.
Kl. 10:40 Nemendur í 3. og 4. bekk syngja lag.
Kl. 10:45 Gunnarshólmi eftir Jónas Hallgrímsson, nemendur 7. bekkjar lesa.
Kl. 10:50 Freyja Friðriksdóttir og Högni Þór Þorsteinsson, nemendur í 8.bekk, kynna heiðursgest hátíðarinnar.
Kl. 10:55 Ávarp heiðursgests - Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður.
Kl. 11:10 Skólahljómsveit Hvolsskóla spilar og syngur.
Kl. 11:20 Gunnhildur Kristjánsdóttir, forstöðukona Héraðsbókasafns Rangæinga, kynnir Njálurefilinn.
Kl. 11:30 Upplestur á Brennu-Njáls sögu heldur áfram.
Kl. 12:30 Nemendur í 1. og 2. bekk syngja lag.
Kl. 12:40 Leikþáttur fluttur af 7. bekk.
Kl. 12:50 Upplestur á Brennu-Njáls sögu heldur áfram.
Kl. 14:30 Tónlistarskóli Rangæinga: Matthías Jónsson, Sæbjörg Eva Hlynsdóttir, Hilmar Úlfarsson, Ester Jóhannesdóttir, Guðný Von Jóhannesdóttir og Fanndís Hjálmarsdóttir.
Kl. 14:40 Upplestur á Brennu-Njáls sögu heldur áfram.
Kl. 16:15 Söngur: Hringurinn, kór eldri borgara í Rangárþingi tekur lagið.
Kl. 16:30 Upplestur á Brennu-Njáls sögu heldur áfram.
Kl. 19:00 Áætluð lok upplesturs á Brennu-Njáls sögu.


Við hlökkum til að sjá ykkur, nemendur og starfsfólk Hvolsskóla.