Í tilefni af deginum birti Leikskólinn Örk drög að eineltisáætlun skólans.  Hana er að finna á heimasíðunni www.leikskolinn.is/ork undir flipanum Skólastarfið – Starfsáætlanir. Það er von okkar að foreldrar lesi drögin og sendi okkur athugasemdir áður en við gefum hana út í desember 2011. Athugasemdum má koma til okkar í tölvupósti og í spurt og svarað á heimasíðunni okkar.  

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa fyrir degi gegn einelti 8. nóvember 2011. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis,  mennta- og menningarmálaráðuneytis og  velferðarráðuneytis og er hún skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í júní 2010 Verkefnastjórnin hvetur alla þá fjölmörgu aðila og samtök, sem starfa á þeim vettvangi sem átakið nær til, til þess að taka höndum saman og helga 8. nóvember baráttunni gegn einelti.  Sérstaklega er þessu beint til leikskóla,  grunn- og framhaldsskóla, félags- og frístundamiðstöðva, auk vinnustaða og stofnana á vegum ríkisins. (www.barn.is/barn/adalsida/forsida/)

Leikskólinn Örk