Dagný Brynjars afrekskona í íþróttum Í Hvolnum í kvöld 


Í tilefni að heilsueflandi september í Rangárþingi eystra verður Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss og íslenska landsliðsins með fyrirlestur í Hvolnum í kvöld, miðvikudag, kl: 18:00. Dagný fer yfir sinn feril og talar um hvernig setja eigi sér markmið og hvað þarf að gera til að vera í fremstu röð íþróttamanna á Íslandi.
Dagný hóf knattspyrnuferill sinn hjá KFR og er núna komin í fremstu röð knattspyrnukvenna. Hún var valin Íþróttamaður HSK árið 2014.
Einstakt tækifæri, allir velkomnir og aðgangur ókeypis.