Mikið barnalán er í sveitarfélaginu sem gleður alla þá sem á hverjum degi hugsa um fækkun af landsbyggðinni. Í haust opnaði dagvistun fyrir börn á leikskólaaldri undir Eyjafjöllum. Með þessu sköpuðust tvö störf og alls vistun fyrir 9 börn sem skiptir miklu máli í eins litlu samfélagi og er að finna undir Fjöllunum. Fæst þessara barna sem þarna eru vistuð eiga möguleika á leikskólavistun annarsstaðar vegna fjarlægðar heimilis frá Hvolsvelli.

Dagmæðurnar, Valborg Jónsdóttir í Vallnatúni og Ásta Rut Ingimundardóttir, Ytri-Skógum, reka vistunina en starfsemin gengur vonum framar og eru öll pláss í dagvistuninni nýtt að einhverju leiti eða alls 8 og fjölgaði um 2 um áramótin, þar af er eitt barn úr Landeyjum. Alls eru um 10 börn á leikskólaaldri undir Eyjafjöllum en þar af eru tvö 5 ára sem eiga kost á að fara með skólabíl.

Aðalheiður Sigurðardóttir sem hefur starfað sem dagmóðir á Hvolsvelli hefur ákveðið að hætta starfseminni í sumar. Frá og með 17. febrúar n.k. hefur Aðalheiður starfað sem dagmóðir í 5 ár og á þessum tíma verið með 33 börn í vistun.