Í ljósi fjölgunar smita í okkar nærsamfélagi hvetur Rangárþing eystra íbúa sína og aðra er dvelja í sveitarfélaginu að huga afar vel að persónubundnum sóttvörnum, sýna varkárni og gæta að nálægðarmörkum í öllum samskiptum. Starfsemi í sveitarfélaginu hefur haldist í hefðbundnum farvegi og þannig reynum við auðvitað að hafa það áfram. 

Höldum áfram að sýna eins góða samstöðu og við höfum gert hingað til og þannig siglum við í gegnum þetta eins og við höfum svo oft sýnt áður.

Rangárþing eystra minnir á að hægt er að skrá sig í sýnatöku á Hvolsvelli í gegnum Heilsuveru ef minnstu einkenna verður vart.