Christina M. Bengtsson er núna stödd í Svíþjóð og í dag, kl. 10:33 að íslenskum tíma, mun hún vera í viðtali á sænsku útvarpsstöðinni P4. Christina ætlar að segja frá Njálureflinum sem farið verður af stað með að sauma þann 2. febrúar næstkomandi og er þetta frábært tækifæri að kynna þetta flotta verkefni fyrir frændum vorum Svíum. 

Hér er hægt að hlusta á Christinu og æfa sig um leið í sænskunni.