Öllum krökkum sem skiluðu inn vegabréfum í sumarlestrarátaki Héraðsbókasafns Rangæinga er boðið á uppskeruhátíð á bókasafninu föstudaginn 31.ágúst kl. 17-18 þar sem við ætlum að hafa gaman saman og draga út einn heppinn þátttakanda sem fær bókarverðlaun. Allir fá svo eitthvað skemmtilegt með sér heim.  

Hlökkum til að sjá ykkur
Elísa og Magga